Ágrip af sögu Kaupfélags Steingrímsfjarðar - Áfengisbindindi

Article Index

Áfengisbindindi

Margt kemur upp á yfirborðið þegar farið er að huga að sögulegum heimildum. Skömmu fyrir seinna stríð bar svo til að eftirfarandi tillaga var borin fram á fulltrúafundi í félaginu:

"Fundurinn samþykkir að setja framkvæmdastjóra Verslunarfélags Steingrímsfjarðar það skilyrði meðal annars að hann skuli vera alger bindindismaður á áfenga drykki meðan hann er í þjónustu félagsins. Þetta skilyrði nær einnig til annarra fastra starfsmanna félagsins."

A fundinum var síðan farin sú kurteislega leið að afgreiða málið með svohljóðandi rökstuddri dagskrá:

"Með því að fundurinn er máli þessu fylgjandi yfirleitt, en sér samt ekki fært að samþykkja tillöguna nú eftir atvikum, þá beinir fundurinn máli þessu heim í deildirnar til athugunar um hvort ekki mætti setja þetta ákvæði inn í samþykktir félagsins, t. d. á næsta aðalfundi, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá."

Ekki fara frekari sögur af umræðum um þetta mál, enda myndi það vera einsdæmi ef krafist hefði verið slíks bindindis af starfsfólki kaupfélags. Líklegt má líka telja að ýmsum þætti hart að þurfa að ráða sig upp á slík býti nú á dögum.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar

Höfðatúni 4, 510 Hólmavík
Sími: 455-3100
Netfang:ksholm@ksholm.is
Kennitala: 680169-5949
VSK Númer: 010100

Kort