Ágrip af sögu Kaupfélags Steingrímsfjarðar - Framkvæmdir

Article Index

Framkvæmdir

Um byggingar og húsakaup félagsins árin 1931-37 er áður getið, en árið 1939 var svo nafni félagsins breytt. Þá var lagt niður formlega nafnið Verslunarfélag Steingrímsfjarðar, en tekið upp heitið Kaupfélag Steingrímsfjarðar, sem það hefur borið síðan. Bílaútgerð félagsins hófst á stríðsárunum, og 1942 keypti það fyrsta bíl sinn. Framan af voru bílar eingöngu notaðir til innanhéraðsflutninga, en síðar voru teknar upp ferðir til Reykjavíkur eins og getið verður. A árunum 1945-46 mun félagið síðan hafa opnað lítið verslunarútibú sem það rak um allmörg ár á Kaldrananesi.
Framkvæmdum var svo haldið áfram, fyrst með frystihúsinu á Hólmavík sem nefnt var, en 1949 var hafin bygging fiskimjölsverksmiðju á Hólmavík. Var hún tekin í notkun árið eftir.

Árið 1950 færði félagið út kvíarnar og hóf starfsemi á Drangsnesi. A aðalfundi það ár var samþykkt að stofnsetja þar verslunarútibú og í framhaldi af því voru keyptar vörubirgðir verslunarinnar Hamravík þar, húsnæði tekið á leigu hjá eiganda hennar, Guðmundi Þ. Sigurgeirssyni, og hann jafnframt ráðinn útibússtjóri.

Kaupfélag Steingrímsfjarðar

Höfðatúni 4, 510 Hólmavík
Sími: 455-3100
Netfang:ksholm@ksholm.is
Kennitala: 680169-5949
VSK Númer: 010100

Kort